419-2801 - Number for table orders 461-4345 malarhorn@mybooking.is

Að vegna óviðráðanlegra aðstæðna er siglingum útí Grímsey lokið þetta árið

Báturinn Sundhani ST3 er notaður fyrir reglubundnar ferðir til Grímseyjar. Um borð er góð aðstaða sem gerir skemmtiferðaskipið að ógleymanlegri upplifun.

 

Bóka núna

Boðið er upp á náttúruskoðunarferðir og reglulegar ferðir út í Grímsey í Steingrímsfirði með leiðsögumanni. Bátsferðirnar hefjast 15. júní og standa fram í miðjan ágúst eða eins og veður leyfir. Grímsey er eitt stærsta varpland lundans en áætlað er að um 300.000 fuglar séu á eyjunni. Á vegi okkar verða oftar en ekki hvalir og selir.

Frá 15. Júní – 15. ágúst

Morgunferð kl: 9:00 

Hádegisferð kl: 13:30 

 

Bátsferðin í Grímsey tekur um 3 klukkustundir.
Siglt er í kringum Grímsey og farið er út í eyjuna í 1 – 2 klukkustundir. Sjóstöng er í boði eins og tími leyfir.

Verð:
Fullorðnir: 8.900 krónur
7-12 ára: 4.000 krónur
Frítt er fyrir 6 ára og yngri.