Veitingastaðurinn Malarkaffi

 

 

Á Malarkaffi er 60 manna matsalur með rúmgóðum svölum með frábæru útsýni yfir Steingrímsfjörð og út í Grímsey. Boðið er upp á kaffiveitingar á staðnum og framreiddur matur.

Á matseðlinum verða frábærir réttir úr ferskum fiski og íslensku lambakjöti frá svæðinu. Þá verður boðið upp á sérrétti, signa grásleppu og siginn fisk með selspiki sem allt er framleitt á staðnum.Hákarl og ískalt íslenskt brennivín.Einnig er boðið upp á rétt dagsins.