Siglingar

Boðið er upp á náttúruskoðunarferðir (fuglar, selir, hvalir og lundar) og reglulegar ferðir út í Grímsey með leiðsögumanni. Þessar ferðir hefjast 15. júní og standa fram í miðjan ágúst eða eins og veður leyfir.

 

 

Morgunsiglingar út í Grímsey

Ef veður og þátttaka leyfir er boðið upp á morgunsiglingar milli kl. 9 og 12 út í Grímsey. Siglt er í kringum eyjuna, farið er í eyjuna í 1 til 2 klst og síðan er reynt með sjóstöng eins og tími leyfir. Þessar ferðir hefjast 15. júní og standa fram í miðjan ágúst eða eins og veður leyfir.Einnig er ferð kl.13:30 til kl 16.30 ef þáttaka leyfir.

Verð:
12 ára og eldri: 10.000 kr.
6 ára til 12 ára: 5.000 kr.
Frítt fyrir 6 ára og yngri.

Náttúruskoðun

Náttúruskoðunarferðir er hægt að fá eftir pöntunum. Þá er siglt um Steingrímsfjörð og í kringum Grímsey og skoðaðir fuglarnir, lundar, selir og hvalir ef þeir verða á vegi skipsins.

Verð og annað er eftir samkomulagi og hægt er að fá upplýsingar í síma 547 1010 (Bókunarskrifstofa) eða í síma 899 4238