Gisting á Malarhorni

nr2

Gistiheimilið Malarhorn býður upp á gistingu annars vegar í 4 svefnherbergja húsi með eldhúsi og hins vegar í tveggja manna herbergjum með snyrtingu og sturtu. Kynntu þér málið.

Lesa meira

Veitingar í Malarkaffi

nr3

Malarkaffi er veitingastaður og bar í næsta húsi við gistiheimilið. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og matseðil þar sem hráefnið er sótt í náttúruna í kring.

Kynntu þér málið.

Siglingar með Sundhana

nr4

Boðið er upp á náttúruskoðunarferðir, reglulegar siglingar út í Grímsey með leiðsögumanni og sjóstangveiði með Sundhana ST-3. Góð aðstaða er um borð í bátnum en þessar ferðir eru ógleymanlegar.

Skoða möguleikana

Komdu að Malarhorni Velkomin á Strandir

Berjatínsla í hámarki

Íslensk aðalbláber hafa ávallt verið sérlega vinsæl meðal landsmanna, hvort sem þeirra er neitt beint úti í guðsgrænni náttúrunni eða með sykri og rjóma að gömlum sveitasið. Nýjasta aðferðin er ekki síðri, að nýta berin í skyrdrykki sem eru sérlega hollir og góðir. Berjamagn landsins er nú í sögulegu hámarki og flykkjast landsmenn með stórar berjafötur á fjöll, koma svo heim og pakka þessu í passlegar skammtastærðir og setja í frysti til notkunar í ýmsa gómsæta rétti næsta árið. Á Malarhorni er tilvalið að koma og njóta náttúrunnar, gista í fallegu umhverfi og rölta um fagrar berjasælar brekkurnar.

Lesa meira

Share

Nýjustu myndirnar fegurð og útivera í fallegri náttúru