Gisting á Malarhorni

nr2

Gistiheimilið Malarhorn býður upp á gistingu annars vegar í 4 svefnherbergja húsi með eldhúsi og hins vegar í tveggja manna herbergjum með snyrtingu og sturtu. Kynntu þér málið.

Lesa meira

Veitingar í Malarkaffi

nr3

Malarkaffi er veitingastaður og bar í næsta húsi við gistiheimilið. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð og matseðil þar sem hráefnið er sótt í náttúruna í kring.

Kynntu þér málið.

Siglingar með Sundhana

nr4

Boðið er upp á náttúruskoðunarferðir, reglulegar siglingar út í Grímsey með leiðsögumanni og sjóstangveiði með Sundhana ST-3. Góð aðstaða er um borð í bátnum en þessar ferðir eru ógleymanlegar.

Skoða möguleikana

Komdu að Malarhorni Velkomin á Strandir

Berjatínsla í hámarki

Íslensk aðalbláber hafa ávallt verið sérlega vinsæl meðal landsmanna, hvort sem þeirra er neitt beint úti í guðsgrænni náttúrunni eða með sykri og rjóma að gömlum sveitasið. Nýjasta aðferðin er ekki síðri, að nýta berin í skyrdrykki sem eru sérlega hollir og góðir. Berjamagn landsins er nú í sögulegu hámarki og flykkjast landsmenn með stórar berjafötur á fjöll, koma svo heim og pakka þessu í passlegar skammtastærðir og setja í frysti til notkunar í ýmsa gómsæta rétti næsta árið. Á Malarhorni er tilvalið að koma og njóta náttúrunnar, gista í fallegu umhverfi og rölta um fagrar berjasælar brekkurnar.

Lesa meira

Share

VETRARPARADÍS

Það er góð hugmynd að kynnast íslenskum vetri á Ströndum. Greið færð eru á milli Drangsness og Reykjavíkur yfir vetrarmánuðina. Á fáum stöðum eru norðurljósin eins leiftrandi, stjörnuhimininn eins bjartur, myrkrið eins dimmt og kyrrðin eins mikil og á Ströndum. Á svæðinu eru víða skemmtileg svæði til að fara í skíðagöngu eða í styttri gönguferðir. Fjaran er heillandi þó vetur ráði ríkum, áhugavert fuglalíf og selir. Eins og áður sagði eru mjög góða aðstæður að upplifa norðurljósin í öllu sínu veldi en einnig njóta hvíldar og kyrrðar.
 

Vetrarveiðar á heimskautaref

Ferðaþjónustan Malarhorn getur nú boðið veiðimönnum einstaka upplifun, vetrarveiðar á heimskautaref, en talsvert mikið er af ref á Ströndum. Veitt á nóttinni yfir æti sem lagt hefur verið út nokkrum vikum áður. Veiðar yfir æti eru krefjandi, veiðimaðurinn þarf að vera þolinmóður og einbeittur. Veiðarnar eru spennandi og mikil upplifun, veiðimaðurinn getur notið leiftrandi norðurljósa, stjörnubjarts himins en einnig svörtu næturmyrkri og vetri á norðurslóð. Einnig eru veiðarnar stundaðar að degi til ef um er að ræða nýfallinn snjó. Spor refsins eru þá rakinn og hann veiddur þegar til hann sést. Vanir refaveiðimenn leiðbeina veiðimönnunum við veiðarnar og gæta alls öryggis. Ferðaþjónustan Malarhorn getur skipulagt veiðiferðirnar eftir þörfum veiðimanna, besti veiðitíminn eru í janúar, febrúar, mars og apríl. Veiðimenn hafið samband og við sendum frekari upplýsingar This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it." target="_blank">malarhorn@malarhorn.is

Nýjustu myndirnar fegurð og útivera í fallegri náttúru